Home Fréttir Í fréttum Úthlut­un lóða í Hamra­nesi lokið

Úthlut­un lóða í Hamra­nesi lokið

212
0
Horft yfir hverfið. Ljós­mynd/​Aðsend

Bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarðar staðfesti á fundi sín­um í gær út­hlut­un á síðustu lóðunum í Hamra­nesi, 25 hekt­ara ný­bygg­ing­ar­svæði sem tekið er að rísa sunn­an Skarðshlíðar­hverf­is og Valla­hverf­is í Hafnar­f­irði.

<>

Fram­kvæmd­ir við lóðir í Hamra­nesi hóf­ust í upp­hafi árs og mun þar rísa hátt í 1.800 íbúða hverfi á næstu mánuðum og árum. Áætlaður íbúa­fjöldi er rúm­lega 4.000.

Síðustu lóðirn­ar í Skarðshlíðar­hverfi seld­ust í upp­hafi árs en þar mun rísa byggð með allt að 500 íbúðum og 1.250 íbú­um, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Hafn­ar­fjarðarbæ.

Sam­an­lagt er áætlað að íbúa­fjöldi beggja hverfa verði um 5.300 í um 2.300 íbúðum. Í Valla­hverfi sem stend­ur næst þess­um hverf­um búa rétt rúm­lega 5.700 íbú­ar í dag. Þannig er gert ráð fyr­ir að heild­ar­fjöldi á þessu svæði sunn­an Reykja­nes­braut­ar yst í Hafnar­f­irði tvö­fald­ist á næstu árum.

„Við höf­um lagt allt kapp á að hraða skipu­lags­vinnu, gatna­gerð og upp­bygg­ingu á þessu fal­lega ný­bygg­ing­ar­svæði okk­ar Hafn­f­irðinga til að svara mik­illi eft­ir­spurn eft­ir lóðum og hús­næði í Hafnar­f­irði.

Það er ljóst að hug­ur margra leit­ar heim í Hafn­ar­fjörð,“ seg­ir Rósa Guðbjarts­dótt­ir bæj­ar­stjóri Hafn­ar­fjarðar.

Heimild: Mbl.is