Tilboð opnuð 22. september 2015. Hafnarstjórn Árneshrepps óskaði eftir tilboðum í dýpkun og lengingu grjótgarðs í Norðurfirði.
Helstu verkþættir og magntölur eru:
Dýpkun fyrir flotbryggju í -2,0 m. Flatarmál um 1.760 m2.
Upptekt og endurröðun á grjóti í núverandi garði. Magn um 680 m³.
Vinna efni í námu og raða í garð. Magn um 920 m³.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 30. apríl 2016.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Hagtak ehf., Hafnarfirði | 53.480.250 | 173,1 | 31.175 |
Áætlaður verktakakostnaður | 30.894.000 | 100,0 | 8.588 |
Borgarverk ehf., Borgarnesi | 28.360.000 | 91,8 | 6.054 |
Tígur ehf., Súðavík | 22.305.580 | 72,2 | 0 |