Home Fréttir Í fréttum Mar­grét tók fyrstu skóflu­stung­una fyr­ir Ölgerðina

Mar­grét tók fyrstu skóflu­stung­una fyr­ir Ölgerðina

308
0
Guðni Þór Sig­ur­jóns­son, for­stöðumaður vöruþró­un­ar og gæðadeild­ar, Steinþór Jónas­son um­sjón­ar­maður fast­eigna, Mar­grét Arn­ar­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri tækni­sviðs, Jón Sindri Tryggva­son yf­ir­vél­stjóri, Guðmund­ur Rún­ar Bene­dikts­son rekstr­ar­stjóri fram­leiðslu Ljós­mynd/Ö​lgerðin

Skóflu­stunga að nýju 1.700 fm fram­leiðslu­hús­næði Ölgerðar­inn­ar Eg­ils Skalla­gríms­son­ar hf. hef­ur verið tek­in, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

<>

Þar seg­ir að um sé að ræða fjár­fest­ingu vel á ann­an millj­arð króna og að fjár­fest­ing­in sé sjá­an­legt merki þess að fyr­ir­tækið hyggst halda fram­leiðslu áfram á Íslandi.

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að nýja fram­leiðslu­hús­næðið verður plast­laust, ekk­ert plast verður notað í ytri pakkn­ing­ar og með því spar­ar Ölgerðin fleiri tonn af plasti á hverju ári.

Byggt verður úr ís­lensku lím­tré og er með því stutt við ís­lensk­an iðnað á því sviði.

Húsið mun tengj­ast nú­ver­andi hús­næði og sér­kenni þess, stór­ar gos­drykkja­dós­ir, verða á nýju bygg­ing­unni.  Reiknað er með að hundruð starfs­manna muni á næstu 12 mánuðum koma að bygg­ingu húss­ins.

„Vöxt­ur Ölgerðar­inn­ar hef­ur verið mik­ill síðustu ár og af­kasta­geta okk­ar til fram­leiðslu var orðin of tak­mörkuð.

Nýtt fram­leiðslu­hús­næði er lausn­in en með því get­um við ekki aðeins aukið fram­leiðslu okk­ar, held­ur jafn­framt gefið ný­sköp­un byr und­ir báða vængi og sýnt svart á hvítu að við ætl­um okk­ur að vera áfram ís­lenskt fram­leiðslu­fyr­ir­tæki í fremstu röð,“ seg­ir Andri Þór Guðmunds­son, for­stjóri Ölgerðar­inn­ar, í til­kynn­ing­unni.

„Við get­um í nýja hús­næðinu verið mun sveigj­an­legri en áður í pakkn­ing­um til að svara eft­ir­spurn neyt­enda og leitt áfram ný­sköp­un á þessu sviði,“ seg­ir hann.