Home Fréttir Í fréttum Ný gesta­stofa á Klaustri boðin út

Ný gesta­stofa á Klaustri boðin út

127
0
Nýja gesta­stof­an er hönnuð þannig að hún falli vel að land­inu. Tölvu­mynd/​Arkís

Bygg­ing 765 fer­metra gesta­stofu Vatna­jök­ulsþjóðgarðs á Kirkju­bæj­arklaustri hef­ur verið boðin út í sam­starfi Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins og Rík­is­kaupa. Skila­frest­ur gagna í útboðinu er 21. apríl.

<>

Bygg­ing­in er einn­ar hæðar með kjall­ara und­ir hluta henn­ar. Bygg­ing­in er hönnuð þannig að hún falli vel að land­inu með göngu­leiðum upp á þak bygg­ing­ar og akst­urs­braut niður að kjall­ara húss.

Teikn­ing af gesta­stof­unni á Klaustri. Tölvu­mynd/​Arkís

Húsið er að hluta til ein­angrað að utan og jarðveg­ur lagður að því, for­steypt­ar steypu­ein­ing­ar og gler­veggja­kerfi. Þak er með ábrædd­um þakpappa og lagt með torfi. Ganga skal frá hús­inu að utan og inn­an ásamt lóð full­búnu til not­anda.

Fyrsta skóflu­stunga að hús­inu var tek­in í júní 2020. Búið er að grafa fyr­ir húsi, grafa og fylla í bíla­stæði og setja upp heild­arg­irðingu fyr­ir verksvæðið, sem var fram­kvæmt í sér­stöku jarðvinnu­út­boði. Jarðvinna í þessu verki felst í að fylla í sökkla, fylla að húsi, grafa og end­ur­fylla í lagna­sk­urði und­ir og meðfram húsi.

Tölvu­mynd/​Arkís

Heimild: Mbl.is