Home Fréttir Í fréttum Brú yfir Fossvog – hönnunarsamkeppni

Brú yfir Fossvog – hönnunarsamkeppni

201
0
Mynd: Vegagerðin

Ríkiskaup fyrir hönd Vegagerðarinnar býður til opinnar hönnunarsamkeppni, sem er framkvæmdasamkeppni, um útlit og hönnun brúar yfir Fossvog fyrir almenningssamgöngur, hjólandi og gangandi ásamt stígum, akreinum og umhverfi að brúnni innan samkeppnissvæðis. Ríkiskaup heldur utan um hönnunarsamkeppnina í TendSign.

<>

Brú yfir Fossvog er ætluð fyrir gangandi, hjólandi og umferð almenningsvagna yfir Fossvog, frá flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar vestan Nauthólsvíkur yfir á norðausturhluta Kársnestáar.

Samkeppnissvæðið tekur til þess svæðis á landi og sjó sem mun falla undir og við fyrirhugaða brúartengingu yfir Fossvog, milli Kópavogs og Reykjavíkur og nágrenni þess. Stærð samkeppnissvæðisins er um 4,9 ha.

Samkeppnin er í tveimur þrepum og er nafnleyndar gætt á báðum þrepum fyrir milligöngu trúnaðarmanns sem annast öll samskipti við þátttakendur/keppendur.

Í samræmi við það sem fram kemur í kafla 5 í keppnislýsingu áskilur kaupandi sér rétt til að gera samning að lokinni samkeppni, sbr. 3. mgr. 39. gr. og 4. mgr. 44. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016.

Nánari upplýsingar er að finna í rafrænu útboðskerfi Ríkiskaupa, Tendsign.

Leiðbeiningar varðandi útboðskerfið er hægt að nálgast á heimasíðu Ríkiskaupa