Home Fréttir Í fréttum Reynt er að koma knatt­húsi í ramma

Reynt er að koma knatt­húsi í ramma

125
0
Huga­as Baltic hef­ur sett upp fjölda húsa í Nor­egi. Hér er eitt, í Frek­haug á Hörðalandi, svipað því sem Ísfirðing­um stend­ur til boða. Ljós­mynd/​Huga­as Baltic

Bæj­ar­ráð Ísa­fjarðarbæj­ar hef­ur ákveðið að afla upp­lýs­inga frá fyr­ir­tæki í Lit­há­en sem kom með eina til­boðið í fjöl­nota knatt­spyrnu­hús á Ísaf­irði.

<>

Til­boðið var langt yfir kostnaðaráætl­un og mark­mið bæj­ar­ins er að finna leiðir til að fá húsið reist fyr­ir verð sem rúm­ast inn­an fjár­hags­áætl­un­ar bæj­ar­ins.

Allt kjör­tíma­bil bæj­ar­stjórn­ar Ísa­fjarðarbæj­ar hef­ur verið unnið að und­ir­bún­ingi bygg­ing­ar fjöl­nota knatt­spyrnu­húss á íþrótta­svæðinu á Torf­nesi á Ísaf­irði.

Daní­el Jak­obs­son, formaður bæj­ar­ráðs, seg­ir að æf­ingaaðstaða knatt­spyrnu­fólks sé bág­bor­in, bæði grasvöll­ur­inn og gervi­grasvöll­ur­inn þarfn­ist lag­fær­inga og íþrótta­húsið á Torf­nesi anni ekki eft­ir­spurn.

Með því að byggja knatt­spyrnu­hús og koma knatt­spyrn­unni þangað á vet­urna geti aðrar íþrótta­grein­ar fengið meira svig­rúm í íþrótta­hús­inu.

„Við búum á Vest­fjörðum, knatt­spyrn­an er orðin heils­ársíþrótta­grein og ef við ætl­um að búa börn­um okk­ar sam­bæri­lega aðstöðu og börn hafa ann­ars staðar, þarf að fara í slík­ar fram­kvæmd­ir. Það hef­ur verið gert ann­ars staðar,“ seg­ir Daní­el og nefn­ir að meiri not verði af fjöl­nota knatt­spyrnu­hús­inu en aðeins fyr­ir knatt­spyrnuæf­ing­ar, eins og heiti þess bend­ir til.

Nefn­ir hann mögu­leika á öðrum íþrótt­um til hliðar og skemmt­ana­hald. „Ég tel að Ísa­fjörður verði betri staður að búa á eft­ir að knatt­spyrnu­hús rís,“ seg­ir Daní­el í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is