Home Fréttir Í fréttum „Akureyringar vilja búa í húsum sem að eru með útsýni“

„Akureyringar vilja búa í húsum sem að eru með útsýni“

114
0
Tónatröð á Akureyri. Skjáskot: Hringbraut

Helgi Eyþórsson, verkefnisstjóri hjá SS Byggi segist búast við því að eftirspurn verði mikil í fyrirhuguð fjölbýlishús fyrirtækisins við Tónatröð á Akureyri og að þar verði gott að búa.

<>

Hann segir að SS Byggir sé farið að pressa á skýr svör frá Akureyrarbæ. Þetta sagði Helgi í viðtali við Fréttavaktina á Hringbraut í gær.

Hug­myndir um byggingu há­hýsa á Akur­eyri hafa verið gríðar­lega um­deildar í bænum undanfarið. Helgi segir að hugmyndin hafi komið upp innan SS Byggis eftir ábendingu frá skipulagsyfirvöldum á Akureyri um að svæðið mætti nota til að byggja fjölbýlishús.

„Þannig að við sóttum um þessar lóðir með fyrirvara um breytingu á deiliskipulagi. Málið stendur núna þannig að við erum lóðarhafar en bíðum niðurstöðu bæjaryfirvalda og erum svona farnir að pressa svolítið á að fá skýr svör því við erum með umfangsmikinn rekstur á okkar vegum og verkefnastaðan er þannig að við þurfum að komast af stað með fleiri verkefni sem fyrst.

Það eru engar fjölbýlishúsalóðir á lausu á Akureyri og hafa ekki verið í svolítinn tíma. Við sjáum heldur ekki alveg í neinar aðrar lóðir að losna á komandi vikum eða mánuðum,“ segir Helgi í samtali við Fréttavaktina.

Hann segir að grunnhugmyndin sé að byggja fjögur til fimm fjölbýlishús sem væru þá sex til átta hæðir og myndu standa við götuna Tónatröð. Þetta er háð því að við SS Byggir nái að kaupa upp þær eignir sem eru vestan við götuna og geti farið í landmótun til þess að nýta svæðið sem best.

„Það er feykinóg pláss og þegar maður horfir á loftmynd af svæðinu þá kemur það á óvart hvað það er mikið svæði á milli Tónatraðar og Sjúkrahúslóðarinnar. Það er mikil eftirspurn eftir íbúðum með bílageymslum á Akureyri.

Akureyringar vilja búa í húsum sem að eru með útsýni og vilja sjá yfir fjörðinn sinn. Þetta uppfyllir þau skilyrði. Hér er nálægð við stóra vinnustaði, Sjúkrahúsið, skólana og hér er stutt niður í miðbæ, þannig að eftirspurnina óttast ég ekki, hér verður gott að búa og það verður mikil eftirspurn.“

Helgi fer nánar yfir málið í Fréttavaktinni á Hringbraut þú getur horft á þáttinn á vef Fréttablaðsins með því að smella hér.

Heimild: Kaffid.is