Home Fréttir Í fréttum Landsnet semur við Mannvit um hönnun háspennulína á Norðausturlandi

Landsnet semur við Mannvit um hönnun háspennulína á Norðausturlandi

67
0

Landsnet hefur samið við verkfræðistofuna Mannvit um útboðshönnun tveggja nýrra 220 kílóvolta háspennulína á Norðausturlandi sem tengja annars vegar nýja virkjun á Þeistareykjum við meginflutningskerfi Landsnets og hins vegar virkjunina við iðnaðarsvæði á Bakka.

<>

Línurnar tvær, Kröflulínu 4 og Þeistareykjalína 1, verða samtals um 62 km að lengd og skiptist vinna við byggingu þeirra á tvö ár en verklok eru áætluð haustið 2017. Næsta sumar verður unnið við slóðagerð og undirstöður en vinna við yfirbyggingu og strengingu leiðara fer fram sumarið 2017.

Útboðshönnun línanna var boðin út apríl sl. og reyndist verkfræðistofan Mannvit eiga hagstæðasta tilboðið. Það hljóðar upp á tæplega 51,8 milljónir króna og hefur nú verið gengið frá samkomulagi um verkið sem Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, og Sigurhjörtur Sigfússon, forstjóri Mannvits, undirrituðu.

Samkvæmt samkomulaginu skal Mannvit yfirfara val Landsnets á mastrastærðum, velja leiðara, hanna undirstöður og frumhanna möstur. Jafnframt sér Mannvit um gerð verklýsinga fyrir útboð á öllu efni og framkvæmdum vegna byggingar línanna. Gera áætlanir ráð fyrir að vinna við slóðagerð, jarðvinnu og gerð undirstaða verði boðin út um áramót og að allt efni, ásamt vinnu við yfirbyggingu, verði boðið út á fyrsta ársfjórðungi 2016.