Home Fréttir Í fréttum Opnað verður á Norður­torgi í sum­ar

Opnað verður á Norður­torgi í sum­ar

243
0
Norður­torg. Hús­næðið er um 11 þúsund fer­metr­ar að stærð og aðal­versl­un­ar­hæðin um 7.000 fer­metr­ar. Þar verða Rúm­fa­tala­ger­inn og Ilva til húsa

Tvær fyrstu versl­an­irn­ar í nýj­um versl­un­ar­kjarna, Norður­torgi við Aust­ursíðu 2 á Ak­ur­eyri, verða opnaðar 1. júní næst­kom­andi.

<>

Fram­kvæmd­ir við end­ur­bæt­ur og stækk­un á hús­inu hafa staðið yfir frá því í fyrra­sum­ar og hafa á bil­inu 30 til 50 manns verið að störf­um þar und­an­farna mánuði.

Lóðin við Aust­ursíðu er alls fjór­ir hekt­ar­ar að stærð og er hún í eigu fé­lags­ins Klett­áss sem stend­ur fyr­ir fram­kvæmd­um við bygg­ingu versl­un­ar­kjarn­ans.

Pét­ur Bjarna­son, ann­ar af eig­end­um Klett­áss, seg­ir Sjafn­ar­húsið við Aust­ursíðu hafa verið illa nýtt und­an­far­in ár.

Húsið er kennt við sam­nefnda efna­verk­smiðju sem þar starfaði í eina tíð, en und­an­far­in ár hef­ur þar verið harla lít­il starf­semi.

„Þetta er frá­bær staðsetn­ing og það var hún sem við horfðum fyrst og fremst til þegar við hóf­um fram­kvæmd­ir á lóðinni.

Sem stend­ur er hún norðarlega í bæn­um, en mun inn­an fárra ára verða æ meira miðsvæðis og við erum ein­mitt að horfa fram í tím­ann með þess­um um­fangs­miklu fram­kvæmd­um,“ seg­ir Pét­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Áætl­un ger­ir ráð fyr­ir að kostnaður við all­ar fram­kvæmd­ir á hús­næði og lóð nemi um 2,7 millj­örðum króna.

Heimild: Mbl.is