Home Fréttir Í fréttum 18 grunn- og leikskólalóðir endurgerðar eða lagfærðar

18 grunn- og leikskólalóðir endurgerðar eða lagfærðar

193
0
Mynd: Reykjavikurborg

Alls verða fimm grunn- og leikskólalóðir endurgerðar en framkvæmdir fara að einhverju leyti fram í áföngum. Endurgerð felur í sér endurskipulagningu og endurnýjun lóðar.

<>

Endurgerð leikskólalóða

  • Hálsaskógur – Borg
  • Klambrar, 1. áfangi
  • Mánagarður
  • Vesturborg, 1, áfangi

Endurgerð grunnskólalóðar

  • Breiðholtsskóli, 2. áfangi

Ennfremur verður farið í átaksverkefni á níu leikskólalóðum en þær eru: Dalskóli (eldri hluti), FífuborgKlettaborgLangholt-SunnuborgLaugasól-LækjarborgLyngheimarNes-HamarSunnufold-Frosti og Sunnufold-Logi.

Til viðbótar verður farið í átaksverkefni á eftirfarandi fjórum grunnskólalóðum en þær eru: EngjaskóliMelaskóliSelásskóli og Víkurskóli.

Átaksverkefni eru á lóðum þar sem skipulag er í lagi en verið er að styrkja eða endurnýja einstök svæði innan lóðar. Á þessum lóðum verða leiktæki endurnýjuð á hluta leiksvæða og öryggismöl skipt út með nýju fallvarnarefni og/eða gervigrasi.

Áður hefur verið greint frá því að opin leiksvæði verði endurgerð á sjö stöðum í borginni í ár fyrir 120 milljónir króna.

Skoða pdf-skjal með ýtarlegri upplýsingum og myndum.

Heimild: Reykjavikurborg