Home Fréttir Í fréttum 22.04.2021 Veitur ohf. Laugarbraut og Krókatún Akranesi

22.04.2021 Veitur ohf. Laugarbraut og Krókatún Akranesi

147
0
Mynd: Skagafrettir.is

Laugarbraut og Krókatún Akranesi – Endurnýjun á raf-, hita- og vatnsveitukerfum.

<>

Veitur óska eftir tilboðum í að endurnýja vatnslagnir, hitaveitulagnir, háspennu- og lágspennukerfi að Laugarbraut og Krókatúni Akranesi.

Akranesbær er að undirbúa endurnýjun gangstéttar og mun verktaki bæjarins sjá um brot og steypingu nýrra gangstétta.

Eftir brot steyptra gangstétta skal verktaki leggja tvöfalda hitaveitu í gangstétt og endurnýja heimæðar kalda vatnsins í gangstéttinni ásamt því að tengingar heimæða kalda vatnsins verða endurnýjaðar við stofn.

Leggja skal lágspennustrengi, jarðvíra og ídráttarrör í skurði.

Verktaki sér um útdrátt lágspennustrengja og uppsetningu tengiskápa en starfsmenn Veitna sjá um útdrátt háspennustrengja og alla tengivinnu.

Nánari upplýsingar er að finna í útboðsgögnum sem hafa verið gerð aðgengileg án endurgjalds á útboðsvef Orkuveitu Reykjavíkur.