Home Fréttir Í fréttum Velta í byggingavöruverslunum í sumar var 10,8% meiri en í fyrra

Velta í byggingavöruverslunum í sumar var 10,8% meiri en í fyrra

54
0

Töluverður vöxtur var í veltu byggingarvöruverslanna í sumar. Velta í byggingavöruverslunum síðustu þriggja mánaða var 10,8% meiri en á sama tímabili í fyrra að raunvirði. Þessi vöxtur endurspeglar efalaust grósku í byggingaframkvæmdum ásamt viðhaldi og framkvæmdum við endurnýjun húsnæðis. Þessu greinir Rannsóknasetur Verslunarinnar frá.

<>

Sala á mat og áfengi var heldur minni í ágúst síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. Skýringa má leita í tímasetningu verslunarmannahelgar á milli ára. Í fyrra var stærsti verslunardagur fyrir verslunarmannahelgina í ágúst en í ár fór megnið af helgarinnkaupunum fram í júlí.

Sala á skrifstofuhúsgögnum tók mikinn kipp í ágúst, við upphaf skólaársins. Þannig jókst velta skrifstofuhúsgagna um 48,7% að raunvirði. Má því gera ráð fyrir að betur fari um margann námsmanninn þetta haustið en í fyrra. Almennt er vöxtur í húsgagnaverslun á milli ára, þó heldur hafi dregið úr vextinum í ágúst. Verð á húsgögnum var 0,1% lægra í ágúst en í sama mánuði í fyrra samkvæmt verðmælingu Hagstofunnar.

Enn sem fyrr var vöxtur í sölu raftækja í ágúst í samanburði við söluna í sama mánuði í fyrra. 7,9% aukning var í sölu minni raftækja og um 6,1% í sölu stærri raftækja að nafnvirði. Árleg hefð er fyrir útsölum á raftækjum í ágúst enda jókst velta raftækjaverslana töluvert frá mánuðinum á undan. Verð á stórum raftækjum var 13,7% lægra í ágúst en í ágúst í fyrra og verð á minni raftækjum 10,4% lægra samkvæmt verðamælingum Hagstofunnar.

Heimild: Vísir.is