Tilboð opnuð 15. september 2015. Jarðgöng undir Húsavíkurhöfða við Húsavík, ásamt byggingu tilheyrandi forskála og vega. Um er að ræða 10,8 m breið, 943 m löng jarðgöng í bergi, styrkingu ganga, rafbúnað þeirra, um 49 m langa steinsteypta vegskála og um 2,1 km langa vegi.
Helstu magntölur eru:
Gröftur í göngum 72.000 m3
Bergboltar 9.000 stk.
Sprautusteypa 3.000 m3
Einangrunarklæðing 9.000 m3
Steypa vegskál 700 m3
Jarðvatns-, vatns- og ofanvatnslagnir 5.000 m
Ídráttarrör 9.600 m
Rafstrengir 8.600 m
Ljósleiðandi strengir 1.100 m
Bergskering 86.000 m3
Fylling 225.000 m3
Burðarlag 30.000 m3
Brimvörn 70.000 m3
Verkinu skal að fullu og öllu lokið eigi síðar en 20. ágúst 2017.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
ÍAV hf, Íslandi og Marti Contractors Lth., Sviss | 3.621.227.610 | 129,1 | 780.287 |
Metrostav a.s, Tékklandi og Suðurverk hf., Íslandi | 3.139.488.804 | 112,0 | 298.549 |
Ístak hf., Íslandi | 3.027.153.603 | 107,9 | 186.213 |
Leonhard Nilsen & Sønner AS, Noregi | 2.840.940.168 | 101,3 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 2.804.270.000 | 100,0 | -36.670 |