Home Fréttir Í fréttum Löggildingarnámskeið fyrir mannvirkjahönnuði

Löggildingarnámskeið fyrir mannvirkjahönnuði

81
0

Löggildingarnámskeið fyrir mannvirkjahönnuði
Námskeið fyrir mannvirkjahönnuði, sem óska löggildingar Mannvirkjastofnunar til að gera aðal- og séruppdrætti sbr. ákvæði 25. og 26.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, verður haldið í nóvember 2015, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið mun hefjast mánudaginn 2. nóvember 2015. kl. 09:00 – 17.00 og standa dagana 2 – 6. nóvember og lýkur með prófi laugardaginn 14. nóvember.

<>

Námskeiðsgjald er 95.000.- kr. og 60.000.- kr. fyrir þá sem sækja námskeiðið til endurmenntunar án prófs.

Upplýsingar og umsóknareyðublað fást hjá IÐUNNI fræðslusetri, Vatnagörðum 20, Reykjavík eða vefsetrinu www.idan.is.

Umsóknum skal skilað til IÐUNNAR útfylltum ásamt

1) Afriti af prófskírteini umsækjanda.

2) Vottorði frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti um réttindi til starfsheitis.

3) Vottorði/um um 3 ára starfsreynslu, sbr. 1.mgr. 26.gr. laga um mannvirki, eigi síðar en mánudaginn 12.október 2015.

Nánari upplýsingar í síma 590 6434.

Mannvirkjastofnun

Skúlagötu 21

101 Reykjavík