Veitur ohf. óska eftir tilboðum í Rafstöðvarvegur 13, Aðveitustöð A5 – Utanhússviðhald í samræmi við útboðsgögn.
Verkið tekur til utanhússviðgerða á iðnaðarhúsnæðinu eða aðveitustöðina að Rafstöðvarvegi 13, 110 Reykjavík.
Verkkaupi leggur ekki til efni eða aðföng vegna verksins.
Um er að ræða endurnýjun þakuppbyggingar á þökum aðveitustöðvarinnar ásamt því að háþrýstiþvo og hreinsa álkæðningu utan á steyptum flötum aðveitustöðvarinnar.
Einnig felur verkið í sér viðgerðir vegna leka með kapalrörum.
Útboðsgögn eru afhent: frá 22.03.2021 kl. 09:00
Opnun tilboða verður þann: 16.04.2021 kl. 11:00
Sjá nánari upplýsingar í útboðsgögnum.