Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við fjölnota íþróttahúsið í Garðabæ ganga vel

Framkvæmdir við fjölnota íþróttahúsið í Garðabæ ganga vel

176
0
Mynd: Garðabær

Framkvæmdir við fjölnota íþróttahúsið sem nú er að rísa í Vetrarmýri hafa gengið vel í vetur.

<>
Mynd: Garðabær

Bæjarfulltrúar og nefndarmenn í skipulagsnefnd, íþrótta- og tómstundaráði og dómnefnd alútboðs hússins ásamt framkvæmdaraðilum fengu á dögunum kynningarferð um húsið til að skoða stöðu framkvæmdanna.

Framkvæmdir við fjölnota íþróttahúsið sem nú er að rísa í Vetrarmýri hafa gengið vel í vetur.  Bæjarfulltrúar og nefndarmenn í skipulagsnefnd, íþrótta- og tómstundaráði og dómnefnd alútboðs hússins ásamt framkvæmdaraðilum fengu á dögunum kynningarferð um húsið til að skoða stöðu framkvæmdanna.

Mynd: Garðabær

Fjölnota íþróttahúsið verður með rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð og klifurvegg innanhúss auk upphitunaraðstöðu ásamt tilheyrandi stoðrýmum. Stærð íþróttasalarins verður um 80×120 m, með anddyri og öðrum stoðrýmum er flatarmál hússins um 18.200m².

Stoðveggir reistir og byrjað á frágangi innanhúss

Í lok október var byrjað að reisa fyrstu stálgrindina í húsinu og þessa daga er verið að klára reisa stoðveggi í húsinu. Stálburðarvirki er að mestu komi og verið er að vinna að frágangi á svölum innandyra.

Mynd: Garðabær

Þegar húsinu hefur verið lokað verður byrjað á frágangi innanhúss, áfram er unnið að lagnavinnu og byrjað er að leggja gólfhita í húsið.  Áætlað er að setja knattspyrnugrasið í húsið í haust. Á árinu verður áfram unnið að frágangi utanhúss og í haust verða gerð bílastæði við húsið og gengið frá lóðinni. Húsið sjálft verður tilbúið í lok þessa árs skv. áætlun.

Mynd: Garðabær

Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) hanna og byggja húsið skv. verksamningi við Garðabæ sem var gerður eftir alútboð á verkinu í lok árs 2018 en framkvæmdir hófust í byrjun árs 2019. Heildarkostnaður við verkið er um fjórir milljarðar og er ein stærsta framkvæmd sem Garðabær hefur ráðist í.

Heimild: Garðabær