Home Fréttir Í fréttum Sæmund­ur ráðinn fram­kvæmda­stjóri EFLU

Sæmund­ur ráðinn fram­kvæmda­stjóri EFLU

88
0
Sæmund­ur Sæ­munds­son. Ljós­mynd/​EFLA

Sæmund­ur Sæ­munds­son hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri EFLU og tek­ur hann við af Guðmundi Þor­björns­syni í lok apríl næst­kom­andi. Guðmund­ur hef­ur ákveðið að stíga til hliðar og taka að sér ný hlut­verk hjá EFLU.

<>

Sæmund­ur gegndi stöðu for­stjóra Borg­un­ar frá 2018-2020, var fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­sviðs Sjóvar 2011-2017 og þar áður for­stjóri upp­lýs­inga­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Ter­is 1998-2011.

Jafn­framt hef­ur Sæmund­ur setið í stjórn Festu – miðstöðvar um sam­fé­lags­ábyrgð fyr­ir­tækja, stjórn­ar­formaður Auðkenn­is, í stjórn Aur app ehf og í vara­stjórn Reikni­stofu bank­anna, að því er seg­ir á vef EFLU.

Sæmund­ur er tölv­un­ar­fræðing­ur að mennt frá Uni­versity of Texas í Banda­ríkj­un­um og hef­ur auk þess bætt við sig mennt­un á sviði stjórn­un­ar. Hann er kvænt­ur Mar­gréti V. Kristjáns­dótt­ur, dós­ent við laga­deild Há­skól­ans í Reykja­vík, og eiga þau þrjá syni.

Heimild: Mbl.is