Home Fréttir Í fréttum Leggja til mun ódýr­ari lausn en Borg­ar­línu

Leggja til mun ódýr­ari lausn en Borg­ar­línu

239
0
Til­laga Áhuga­fólks um sam­göng­ur fyr­ir alla bygg­ir á svipuðu kerfi og Borg­ar­lín­an en er laus við ýmsa ókosti henn­ar að mati hóps­ins. Teikn­ing/​Reykja­vík­ur­borg

„Við leggj­um til að áformin verði end­ur­skoðuð og við erum með ákveðna til­lögu um ódýr­ara hraðvagna­kerfi. Við höf­um lagt fram til­lögu um svo­kallað BRT-lig­ht (e. Bus Rapid Transit) og það er allt að fimm sinn­um ódýr­ara held­ur en Borg­ar­lín­an í þeirri mynd sem hún er núna. Okk­ar til­laga ger­ir nán­ast sama gagn og er laus við ýmsa ókosti.“

<>

Þetta seg­ir Þór­ar­inn Hjalta­son, talsmaður hóps­ins Áhuga­fólk um sam­göng­ur fyr­ir alla (ÁS), í sam­tali við mbl.is. ÁS er hóp­ur sem berst fyr­ir bætt­um sam­göng­um á höfuðborg­ar­svæðinu.

Í til­kynn­ingu seg­ist hóp­ur­inn vilja að sam­göng­ur verði greiðar og ör­ugg­ar fyr­ir alla ferðamáta auk þess sem að þær verði gerðar skil­virk­ari og hag­kvæm­ari með til­liti til af­kasta­getu sam­göngu­kerf­is­ins og um­hverf­is­mála.

ÁS fagn­ar áfang­an­um sem náðist með sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins en ger­ir al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við ýmis atriði.

Sérak­rein­ar verði styttri og hægra meg­in

Telja þau að Borg­ar­lín­an sé allt of dýr miðað við þann tak­markað ávinn­ing sem hlýst af henni. Sérrými sem henni verður helgað, stund­um á miðjum göt­um, sé of mikið og skerði al­menna um­ferð. Það muni leiða til enn frek­ari um­ferðartafa.

Til­laga ÁS ger­ir ráð fyr­ir að BRT-lig­ht vagn­arn­ir gangi á 10 mín­útna fresti á álags­tím­um en 15 mín­útna fresti aðra hluta dags­ins.

Borg­ar­lína á að ganga á 7,5 mín­útna fresti á álags­tím­um. Þá leggja þau til að sérak­rein­ar fyr­ir vagna verði hægra meg­in á akraut en ekki á miðjum göt­um og að slík rými verði mun færri eða styttri.

Mis­læg gatna­mót frek­ar en stokk­ar

ÁS var­ar við þeim „veru­legu fjár­hæðum sem ætlað er að verja í lagn­ingu gatna í stokk.“ Ávinn­ing­ur slíkra götu­stokka sé veru­lega tak­markaður miðað við mis­læg gatna­mót.

Hóp­ur­inn tel­ur að öll auka­gjöld á höfuðborg­ar­svæðinu séu óá­sætt­an­leg, hvort held­ur í formi flýtigjalda all­an sól­ar­hring­inn eða sér­staks auka­gjalds á álags­tíma.

Auka­gjöld fyr­ir um­ferð séu þá ásætt­an­leg í ákveðnum til­vik­um, líkt og á vænt­an­legri Sunda­braut enda um kostnaðarsama fram­kvæmd að ræða.

Þá ger­ir hóp­ur­inn at­huga­semd við að fyr­ir­huguð Borg­ar­lína verði lögð um mörg viðkvæm svæði, gró­in hverfi og miðborg Reykja­vík­ur án þess að nokk­ur grein hafi verið gerð hvernig það verði gert.

Heimild: Mbl.is