Home Fréttir Í fréttum Hót­el opnað í Reyk­holti í vor

Hót­el opnað í Reyk­holti í vor

209
0
Blue Hót­el Fagra­lund í Blá­skóga­byggð. Tölu­teikn­ing/​Onno

Fram­kvæmd­ir við nýtt 40 her­bergja hót­el í Reyk­holti í Blá­skóga­byggð, Blue Hót­el Fagra­lund, ganga vel. Und­ir­stöður eru til­bún­ar og verið er að smíða hót­el­bygg­ing­una sjálfa úti í Nor­egi.

<>

Von er á hús­inu um miðjan apríl og stefnt að opn­un hót­els­ins 15. júní.

Þegar hót­elein­ing­arn­ar koma verður þeim raðað upp. Jó­hann Guðni Reyn­is­son, fram­kvæmda­stjóri Stakr­ar gul­rót­ar ehf. sem bygg­ir hót­elið, seg­ir að það taki aðeins nokkra daga að setja húsið upp. Síðan þarf að ganga frá göng­um og and­dyri og út­búa húsið sem hót­el.

Jafn­framt er verið að breyta eldra gisti­heim­ili fyr­ir­tæk­is­ins. Þar verður mót­taka fyr­ir hót­elið og morg­un­verðarsal­ur.

„Við reikn­um frek­ar með Íslend­ing­um í sum­ar, að minnsta kosti fram­an af. Íslend­ing­ar vilja hafa heita potta og hluti af okk­ar viðbrögðum við breyttri stöðu er að koma upp pott­um og heilsu­lind fyr­ir gest­ina.

Mér heyr­ist á öllu að það gangi vel að bólu­setja í Bretlandi og Band­ríkj­un­um sem verið hafa okk­ar helstu markaðir og ég von­ast til að gest­ir þaðan fari að skila sér þegar líður á sum­arið,“ seg­ir Jó­hann Guðni.

Heimild: Mbl.is