Home Fréttir Í fréttum „Okkur þykir bara öllum svo vænt um bæinn okkar“

„Okkur þykir bara öllum svo vænt um bæinn okkar“

138
0
Mynd: RÚV
Skiptar skoðanir eru meðal Akureyringa um fimm fjölbýlishús sem verktaki hyggst reisa ofan við elsta hverfi Akureyrar, Innbæinn. Bæjarfulltrúi segir sterkar skoðanir fólks til marks um væntumþykju í garð bæjarins.

Sami verktaki og vill byggja á Oddeyri

Skammt er síðan verktakinn SS byggir kynnti hugmyndir um háhýsi á Oddeyri. Þær hugmyndir hafa valdið töluverðu fjaðrafoki sem ekki sér fyrir endann á.

<>

Sami verktaki kynnti í síðustu viku nýjar hugmyndir að uppbyggingu við Tónatröð, neðan við sjúkrahúsið á Akureyri. Ekki eru allir á eitt sáttir um hugmyndirnar. Hildu Jöna Gísladóttur, bæjarfulltrúa lýst illa á hugmyndirnar.

Mikilvægt að húsin taki mið af umhverfi sínu

„Mér finnst rosalega mikilvægt að nýjar byggingar í rótgrónum hverfum taki mið af umhverfi sínu og þessar tillögur sem hafa komið fram finnst mér ekki gera það nægilega vel og við þyrftum bara að skoða mögulega aðrar útfærslur og eitthvað annað,“ segir Hilda Jana.

„Finnst þetta forljótt“

Skitptar skoðanir eru meðal bæjarbúa sem fréttastofa ræddi við í miðbæ Akureyrar. „Mér finnst óþarfi þar sem er svona mikið pláss að þétta byggð, ég fatta ekki rökin með þessa þéttingu byggðar og mér finnst þetta forljótt,“ segir Halla Gunnlaugsdóttir.

„Þetta er mjög flott. Verst að ég var að gera tilboð í aðra eign,“ sagði Jón Hafþór Þórisson.

Skiptar skoðanir til marks um væntumþykju á bænum

Hilda Jana segir eðlilegt að fólk hafi sterkar skoðanir á skipulagsmálum. „Ég held að þetta sé til marks um að okkur þykir bara öllum svo vænt um bæinn okkar. Okkur er ekki sama um það hvernig hann þróast.“

En er þessi væntumþykja ekki bara að hægja á uppbyggingu og þróun á Akureyri?

„Það getur nefnilega verið við þurfum einmitt að hafa varann á að við stöðnum ekki því við eigum svo erfitt með að taka ákvarðanir því við gefum í og úr og getum ekki ákveðið neitt en það verður aldrei þannig að allir verði ánægðir með allt.“

Mynd: RÚV

Heimild: Ruv.is