Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við Sunnutorg settar á ís vegna COVID-19

Framkvæmdir við Sunnutorg settar á ís vegna COVID-19

308
0
Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Áætlanir Reykjavíkurborgar um að gæða Sunnutorg lífi voru settar á ís vegna kórónuveirufaraldursins.
Í apríl í fyrra var auglýst eftir leigutökum með hugmyndir að starfsemi, útliti og umhverfi gömlu sjoppunnar við Langholtsveg og níu sóttu um.
Enn hefur ekki verið gerður samningur við leigutaka og engin hreyfing orðið við Sunnutorg, og þær skýringar sem fást frá borginni er að töfin sé vegna COVID-19. Þá er enn óvíst hver næstu skref verða.

Sunnutorg stendur við Langholtsveg 70, og er hannað af arkitektinum Sigvalda Thordarson. Húsið hefur staðið autt síðustu ár, það er mikið skemmt og talið er að það kosti marga tugi milljóna að endurbyggja það.

<>

Reykjavíkurborg auglýsti líka eftir leigutaka árið 2017. Í kjölfarið var gerður samningur og til stóð að breyta Sunnutorgi í veitinga-  og kaffihús, með sviði fyrir menningarviðburði á torginu við húsið.

Ekkert varð af þeim framkvæmdum og borgarráð samdi um lok leigusamningsins við leigutakann.

Þegar borgin auglýsti á ný eftir leigutaka í apríl á síðasta ári kom fram að nýr leigutaki gæti nýtt þá vinnu sem þá var unnin, til dæmis byggingarnefndarteikningar og samþykkt þeirra.

Mynd: Guðmundur Bergkvist – RÚV

Pétur H. Ármannsson, arkitekt og sviðstjóri hjá Minjastofnun Íslands, hefur sagt í samtali við fréttastofu að húsið hafi mikið varðveislugildi.

Það sé fulltrúi fyrir ákveðna tegund bygginga, söluturna sem settu svip á Reykjavík og fleiri þéttbýlisstaði á 20. öld, og fyrir kafla í menningarsögunni sem sé að hverfa, sjoppumenningu.

Þá sé sérstakt að byggingin sé sérhönnuð sem biðskýli og söluturn fyrir Strætisvagna Reykjavíkur.

Heimild: Ruv.is