Home Fréttir Í fréttum Sjö til­boð í bygg­ingu Kárs­nesskóla

Sjö til­boð í bygg­ingu Kárs­nesskóla

278
0
Kárs­nesskóli hef­ur verið jafnaður við jörðu. Mynd: Mbl.is

Sjö til­boð bár­ust í bygg­ingu nýs Kárs­nesskóla í Kópa­vogi. Til­boð voru opnuð í útboðskerfi Rík­is­kaupa og bár­ust sjö til­boð í verkið.

<>

Verið er að yf­ir­fara til­boðin. Að lok­inni yf­ir­ferð verður niðurstaðan lögð fyr­ir bæj­ar­ráð Kópa­vogs. Þetta kem­ur fram á vef Kópa­vogs­bæj­ar. 

Nýr Kárs­nesskóli mun hýsa leik­skóla og yngsta stig grunn­skóla. Hann stend­ur við Skóla­gerði en gamla hús­næði skól­ans hef­ur þegar verið rifið. Skól­inn verður reist­ur úr timb­urein­ing­um og verður fyrsta Svans­vottaða skóla­bygg­ing lands­ins.

Fram­kvæmda­áætl­un ger­ir ráð fyr­ir að verklok bygg­ing­ar­inn­ar verði í maí 2023, en nýr Kárs­nesskóli verður 5.750 fer­metr­ar að flat­ar­máli.

Þar til skól­inn er ris­inn verða laus­ar skóla­stof­ur nærri Vall­ar­gerði nýtt­ar fyr­ir starf­semi skól­ans, en þær hafa verið í notk­un und­an­far­in ár.

Hér fyr­ir neðan má sjá til­boðin í verkið.

Til­boðin sem bárust í verkið.

Heimild: Mbl.is