Sjö tilboð bárust í byggingu nýs Kársnesskóla í Kópavogi. Tilboð voru opnuð í útboðskerfi Ríkiskaupa og bárust sjö tilboð í verkið.
Verið er að yfirfara tilboðin. Að lokinni yfirferð verður niðurstaðan lögð fyrir bæjarráð Kópavogs. Þetta kemur fram á vef Kópavogsbæjar.
Nýr Kársnesskóli mun hýsa leikskóla og yngsta stig grunnskóla. Hann stendur við Skólagerði en gamla húsnæði skólans hefur þegar verið rifið. Skólinn verður reistur úr timbureiningum og verður fyrsta Svansvottaða skólabygging landsins.
Framkvæmdaáætlun gerir ráð fyrir að verklok byggingarinnar verði í maí 2023, en nýr Kársnesskóli verður 5.750 fermetrar að flatarmáli.
Þar til skólinn er risinn verða lausar skólastofur nærri Vallargerði nýttar fyrir starfsemi skólans, en þær hafa verið í notkun undanfarin ár.
Hér fyrir neðan má sjá tilboðin í verkið.
Heimild: Mbl.is