Hafnarstjórn Árneshrepps óskar eftir tilboðum í ofangreint verk.
Helstu verkþættir og magntölur eru:
Dýpkun fyrir flotbryggju í -2,0 m. Flatarmál um 1.760 m2.
Upptekt og endurröðun á grjóti í núverandi garði. Magn um 680 m³.
Vinna efni í námu og raða í garð. Magn um 920 m³.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 30. apríl 2016.
Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) og á skrifstofu Árneshrepps í Norðurfirði frá og með þriðjudeginum 8. september 2015. Verð útboðsgagna er 5.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 22. september 2015 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.