Home Fréttir Í fréttum Ráðherra vill fara „IKEA leiðina“ í húsnæðismálum

Ráðherra vill fara „IKEA leiðina“ í húsnæðismálum

102
0

Eygló Harðardóttir, ráðherra húsnæðismála, spyr á bloggsvæði sínu hvort ekki sé hægt að nálgast íbúðarhúsnæði með sama hætti og IKEA gerir með vörur (, þar sem verð er ákveðið fyrst en ekki síðast.

<>

„Þegar kemur að heimilum okkar, húsunum sjálfum er oft eins og við höfum við nálgast þetta frá hinni hliðinni, þar sem verðið er sett síðast við byggingu.

Því spyr ég: Af hverju getum við ekki hægt að nálgast heimilin sjálf, íbúðarhúsnæðið með sama hætti?“ skrifar Eygló. Hún segir að helsta snilld Ingvars Kamprad, stofnanda IKEA, hafi ekki verið sú að selja húsgögn í flötum pökkum sem neytandinn sjálfur setti saman, heldur sú að IKEA hafi byrjað á að skilgreina verðið sem flestir neytendur hafi efni á að borga og síðan gert allt til að hanna vöruna, framleiðsluna og verslunina í samræmi við það. „Flötu pakkarnir voru einfaldlega leið að því markmiði að bjóða heimilum upp á vel hannað vöru á verði sem þau höfðu efni á,“ skrifar hún og spyr hvort ekki megi fara sömu leið í húsnæðismálum.

Fjármagn tryggt fyrir 2.300 íbúðir
Greint var frá því í dag að fjármögnun hafi verið tryggð til byggingar um 2.300 félagsíbúða á næstu fjórum árum (, í samræmi við frumvarp Eyglóar um stofnstyrki til félagslegs húsnæðis. Frumvarp þess efnis verður lagt fyrir á komandi þingi en það náði ekki fram að ganga á síðasta þingi, þegar frumvörp Eyglóar um húsnæðismál í tengslum við gerð kjarasamninga döguðu uppi.

Heimild: Kjarninn.is