Home Í fréttum Niðurstöður útboða Rizzani bauð lægst í Kársnesskóla

Rizzani bauð lægst í Kársnesskóla

602
0
Hönnunarstjóri hönnunarteymisins að nýjum Kársnesskóla var Jón Ólafur Ólafsson arkitekt. Myndin var sótt af heimasíðu Kópavogsbæjar.

Sjö verktakar buðu í byggingu nýs Kársnesskóla en lægsta tilboðið hljóðar upp á 3,2 milljarða króna.

<>

Ríkiskaup hafa birt lista yfir þá sjö verktaka sem buðu í byggingu nýs Kárnesskóla við Skólagerði í Kópavogi.

Ítalski verktakinn Rizzani de Eccher bauð lægst í verkefnið eða um rúma 3,2 milljarða króna.

Kostnaðaráætlun Kópavogsbæjar er 3.657 milljónir króna en útboðið er það stærsta sem sveitarfélagið hefur ráðist í.

Í útboðsauglýsingu Kársnesskóla segir að verkinu skuli skilað fullbúnu fyrir 15. mái 2023. Byggja eigi sambyggðan leik- og grunnskóla fyrir um 400 leik- og grunnskólanemendur á einni til þremur hæðum, samtals 5750 fermetra.

Meira en tvö ár eru liðin síðan gamla bygging Kárnesskóla var rifin vegna raka og myglu. Ástandið var metið svo slæmt að hagkvæmara þótti að byggja nýjan skóla en að ráðast í endurbætur, að því er segir í frétt mbl.is.

Gámahúsum var komið fyrir á lóð skólans við Vallagerði til að hýsa nemendur þar til nýja skólabyggingin rís.

Eftirfarandi er listi yfir bjóðendur og tilboð þeirra (með vsk.):

  • 3.200.153.376 kr. – Rizzani de Eccher S.p.A.
  • 3.238.854.220 kr.  -Ístak hf.
  • 3.519.014.085 kr. – ÞG verktakar
  • 3.583.163.276 kr. – Íslenskir aðalverktakar hf.
  • 3.632.187.536 kr. – Framkvæmdafélagið Arnarhvoll
  • 3.795.362.779 kr. – Flotgólf ehf.
  • 5.598.330.621 kr. – Eykt

Mat tilboða er enn í gangi en fram kemur að endanlegt val getur ráðist af fleiri valforsendum en heildartilboðsfjárhæð.

Heimild: VB.is