Home Fréttir Í fréttum Fram­kvæmd­ir hefjast aft­ur í Foss­vogs­skóla

Fram­kvæmd­ir hefjast aft­ur í Foss­vogs­skóla

96
0
Foss­vogs­skóla var lokað tíma­bundið síðasta vet­ur vegna raka og myglu. Mynd: mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hluti sýna sem tek­in voru í Foss­vogs­skóla í lok síðasta árs sýndu óeðli­leg­an vöxt raka og myglu.

<>

Full­trúi um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs borg­ar­inn­ar fór yfir ver­káætl­un vegna þessa og ligg­ur fyr­ir að aðgerðir hefj­ist á kom­andi dög­um og eiga þær að taka stutt­an tíma.

Í fram­haldi af fram­kvæmd­um sum­arið 2020 var farið í sýna­töku í kennslu­hús­næði skól­ans, í loft­sí­um og rým­um ofan milli­lofta í Vest­ur­landi í lok árs­ins.

Sýn­in voru send í rækt­un og í teg­unda­grein­ingu hjá Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands og hef­ur Verkís tekið sam­an grein­ar­gerð um niður­stöðurn­ar sem birt verður á næstu dög­um.

Niður­stöður voru kynnt­ar og rædd­ar á fundi skólaráðs Foss­vogs­skóla síðdeg­is í gær. Á fund­in­um voru auk skólaráðsins, full­trú­ar skóla- og frí­stunda­sviðs, um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs, full­trúi Verkís, SAM­FOK, fé­lags grunn­skóla­kenn­ara og ráðgjafi for­eldra­fé­lags­ins.

Fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu frá Foss­vogs­skóla að farið verði í ít­ar­lega hrein­gern­ingu þar sem þess er þörf í kjöl­far þeirra fram­kvæmda sem eiga að hefjast nú.

Þá verða tek­in sýni í lok skóla­árs til að ganga úr skugga um að fram­kvæmd­ir hafi skilað til­ætluðum ár­angri.

Heimild: Mbl.is