Home Fréttir Í fréttum Isavia framkvæmir fyrir 12 milljarða

Isavia framkvæmir fyrir 12 milljarða

323
0
Mynd: Isavia

Isavia áformar að bjóða út sex framkvæmdaverkefni á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Framkvæmdakostnaður er tæpir 12 milljarðar króna og er áætlað að framkvæmdunum verði lokið í ár eða á næsta ári.

<>

Verkefnin sem um ræðir eru af margvíslegum toga og hluti af þróunar- og uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar og hluti af framtíðarsýn fyrir flugvöllinn.

Þeim er ætlað að auka skilvirkni á vellinum og bæta samkeppnishæfni hans.

Í ár er áformað að bjóða út verkefni tengd tveimur viðbyggingum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, annars vegar er það viðbygging á einni hæð með kjallara sem bætir afgreiðslu á komufarangri í flugstöðinni.

Töluverðar breytingar verða gerðar á innra skipulagi komusvæðis og er hluti af verkefninu uppsetning á nýjum kerfum tengdum farangursafgreiðslu.

Hins vegar er það viðbygging á tveimur hæðum án kjallara við Suðurbyggingu flugstöðvarinnar. Þar verður aðstaða farþegar á brottfararhliðum í austurenda suðurbyggingarinnar bætt.

Hluti af verkefninu er ný landgöngubrú. Hins vegar er það viðbygging á tveimur hæðum án kjallara við Suðurbyggingu flugstöðvarinnar. Þar verður aðstaða farþegar á brottfararhliðum í austurenda suðurbyggingarinnar bætt.

Þá verða boðnar út framkvæmdir við tvær akbrautir á Keflavíkurflugvelli og á framkvæmdum að ljúka á þessu ári. Annars vegar er það ný 1200 metra akbraut fyrir flugvélar sem tengir saman flughlað flugstöðvarinnar við flugbraut og hins vegar viðhald og endurnýjun ljósabúnaðar á einni af stóru akbrautum vallarins.

Með nýju brautinni er öryggi og afkastageta flugbrautarkerfisins aukin.

Áformað er að bjóða út tvo nýja vegi á flugvallarsvæðinu og ljúka framkvæmdum við það á þessu ári. Annar vegurinn er 1500 metra langur þjónustuvegur sem liggur að framkvæmdasvæði en mun til framtíðar nýtast fyrir flutning á vörum til og frá flugvallarsvæði og flugstöðinni.

Hinn er 500 metra hringtenging sem tengir núverandi umferðarkerfi í forgarði flugstöðvar við núverandi vegstæði Reykjanesbrautar. Það eykur umferðaröryggi til muna og léttir á flöskuhálsum við flugstöðina.

Heimild: Sudurnes.net