Home Fréttir Í fréttum Niðurrif og uppbygging í Eyjum – myndband

Niðurrif og uppbygging í Eyjum – myndband

144
0
Nýja slökkvistöðin er að taka á sig mynd. Skjáskot/youtube

Það er í ýmsu að snúast hjá iðnaðarmönnum í Eyjum um þessar mundir og hefur verið um töluverðan tíma. Mikið hefur verið byggt og þá eru þó nokkrar byggingar í pípunum.

<>

Í gær var íbúðarhúsið sem stóð við Vestmannaebraut 22b. rifið. Húsið hefur verið óíbúðarhæft um tíma og fékkst samþykki fyrir að rífa það í síðustu viku.

Byrjað er að rífa húsið sem stendur vestan megin við gömlu símstöðina. Ljósmynd/aðsend

Halldór B. Halldórsson myndaði niðurrifið í gær. Halldór leit einnig við á nýju slökkvistöðinni við Heiðarveg, en þar er búið að loka húsinu og var verið að vinna við það bæði að utan og innan.

Myndbandið má sjá hér að neðan.

Heimild: Eyjar.net