Opnun tilboða 16. febrúar 2021. Gatnagerð og lagnir vegna nýs hringtorgs á Eyrarbakkavegi (34-02) við Hólastekk ásamt göngu- og hjólastíg. Innifalið í verkinu er færsla og endurnýjun á vatnsveitu-, hitaveitu-, raf- og fjarskiptalögnum.. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, sveitarfélagsins Árborgar og veitufyrirtækja.
Helstu magntölur eru:
- Gröftur 8.500 m³
- Fyllingarefni og burðarlagsefni úr námum 6.400 m³
- Malbik 5.440 m²
- Steinlögn 230 m²
- Steypt yfirkeyrslusvæði 57 m³
- Lagning vatnsveitu 168 m
- Lagning hitaveitu 278 m
- Lagning fjarskiptalagna 793 m
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. september 2021, umferð skal þó vera hleypt á endanleg mannvirki eigi síðar en 1. júlí.2021.