Home Fréttir Í fréttum Millj­örðum varið í sund­laug­ar næstu ár

Millj­örðum varið í sund­laug­ar næstu ár

348
0
Í Laug­ar­dals­laug verður farið í heild­ar end­ur­bæt­ur á aðstöðunni á næstu árum. Mynd: mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Á næstu árum áætl­ar Reykja­vík­ur­borg að leggja um sjö til átta millj­arða í end­ur­bæt­ur á nú­ver­andi sund­laug­um og upp­bygg­ingu nýrra sund­lauga í borg­inni auk aðstöðu fyr­ir sjó­sund.

<>

Laug­ar­dals­laug

Stærsta fjár­fest­ing­in eru end­ur­bæt­ur á Laug­ar­dals­laug, en fram­kvæmd­ir þar eiga að standa yfir á ár­un­um 2021-2025 og kosta um þrjá millj­arða. Líkt og Morg­un­blaðið fjallaði um í nóv­em­ber er í raun­inni verið að fara í full­ar end­ur­bæt­ur á laug­inni og hún byggð upp í nýrri mynd. Á það bæði við um sund­laug­ar og heita potta.

Í svari Reykja­vík­ur­borg­ar vegna máls­ins seg­ir að gert sé ráð fyr­ir að efna til sam­keppni um frek­ari þróun lauga­svæðis­ins og verði sér­stak­lega hugað að hvernig nýta megi vannýtt stúku­mann­virkið.

Mikl­ar fram­kvæmd­ir eru framund­an á Laug­ar­dals­laug. Mynd: mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Úlfarsár­dal­ur

Und­an­far­in ár hafa átt sér stað fram­kvæmd­ir vegna miðstöðvar mennt­un­ar, menn­ing­ar og íþrótta í Úlfarsár­dal. Meðal þess sem þar á að koma verður bæði inni- og útisund­laug ásamt heit­um pott­um. Í kynn­ingu Dags B. Eggerts­son­ar borg­ar­stjóra á græna plani borg­ar­inn­ar og fjár­fest­ing­um á föstu­dag­inn kom fram að gert væri ráð fyr­ir 2,6 millj­örðum í áfram­hald­andi fram­kvæmd­ir á þessu ári tengt miðstöðinni. Þess ber þó að geta að sund­laug­in er þar aðeins einn hluti og einnig er unnið að íþrótta­mann­virkj­um Fram með fjöl­nota íþrótta­húsi, knatt­spyrnu­leik­vangi með stúku og minni íþrótta­söl­um, auk fé­lags- og þjón­ustuaðstöðu, sam­komu­sals og fund­araðstöðu.

Sund­höll­in í Reykja­vík

Á ár­un­um 2022-2025 er svo áformað að fara í tvær fram­kvæmd­ir. Ann­ars veg­ar verða sett­ar 900 millj­ón­ir í end­ur­bæt­ur á Sund­höll­inni í Reykja­vík. Er þetta önn­ur fram­kvæmdalota við Sund­höll­ina, en áður kláruðust mikl­ar end­ur­bæt­ur og ný­fram­kvæmd­ir haustið 2017, meðal ann­ars með nýrri útisund­laug og útiaðstöðu. Í svari Reykja­vík­ur seg­ir að nú sé einkum um að ræða end­ur­gerð á húsi Sund­hall­ar­inn­ar sem teiknað var af Guðjóni Samúls­syni. Ekki sé um að ræða breyt­ing­ar á út­liti eða anda húss­ins. Ekki er því verið að horfa til þess að breyta laug­araðstöðunni sjálfri.

Árið 2017 var Sund­höll­in opnuð eft­ir mikl­ar breyt­ing­ar. Nú er stefnt að því að end­ur­bæta hús­næðið sem Guðjón Samú­els­son hannaði. Mynd: mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Foss­vog­ur

Á sama tíma er áformað að fara í sam­eig­in­leg­ar fram­kvæmd­ir með Kópa­vogs­bæ með bygg­ingu sund­laug­ar í Foss­vogs­dal. Á áætl­un er gert ráð fyr­ir 650 millj­ón­um í þessa fram­kvæmd af hálfu Reykja­vík­ur­borg­ar árin 2022-2025. Í svari Reykja­vík­ur­borg­ar seg­ir að unnið sé að mál­inu og að næstu skref verði kynnt fljót­lega. Skoðaðir hafi verið val­kost­ir varðandi bestu staðsetn­ingu og meg­in­lín­ur varðandi út­færslu. End­an­leg­ur fjöldi potta og fleira sem lýt­ur að út­færsl­unni ligg­ur þó ekki fyr­ir. Sam­kvæmt frétt frá ár­inu 2018 er gert ráð fyr­ir sund­laug­inni ná­lægt Foss­vogs­skóla og Snæ­lands­skóla, líkt og sjá má í frétt­inni. Lítið hef­ur þó heyrst af mál­inu síðan.

Ártúns­höfði og Elliðaár­vog­ur

Á Ártúns­höfða og við Elliðaár­vog eru uppi áform um tals­vert mikla íbúðar­upp­bygg­ingu á kom­andi árum, meðal ann­ars í tengsl­um við lagn­ingu borg­ar­línu í gegn­um svæðið. Sam­hliða því ger­ir Reykja­vík­ur­borg ráð fyr­ir 1.700 millj­ón­um í fram­kvæmd­ir við nýja sund­laug á svæðinu á ár­un­um 2026-2030. Ná­kvæm staðsetn­ing hef­ur ekki verið kynnt, en bú­ist er við að nýtt deilu­skipu­lag fyr­ir svæðið verði kynnt á næst­unni og fari í form­legt aug­lýs­inga­ferli í kjöl­farið.

Mynd: mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Sjó­böð

Að lok­um kynnti borg­ar­stjóri í er­indi sínu að gert væri ráð fyr­ir 450 millj­ón­um í „Nýj­ar yl­strend­ur m.a. við Gufu­nes.“ Sam­kvæmt svari Reykja­vík­ur hef­ur borg­in markað sér þá stefnu að ýta enn frek­ar und­ir sjó­böð og notk­un strand­lengj­unn­ar til úti­vist­ar. Kannaðir hafa verið mögu­leik­ar á slíkri aðstöðu í Gufu­nesi, en svæðið er í sér­stöku alþjóðlegu sam­keppn­is­ferli þessa stund­ina. Einnig hef­ur verið skoðað að koma upp slíkri aðstöðu á Laug­ar­nesi, en eng­ar ákv­arðanir hafa verið tekn­ar varðandi Laug­ar­nesið enn sem komið er.

Yl­strönd­in í Naut­hóls­vík hef­ur notið mik­illa vin­sælda und­an­far­in ár. Í skoðun er að fjölga sjó­sunds­stöðum um einn eða tvo. Mynd: Styrm­ir Kári

Heimild: Mbl.is