Home Fréttir Í fréttum Ný bygg­ing lík­ist þeirri gömlu

Ný bygg­ing lík­ist þeirri gömlu

182
0
Ný ásýnd Sæ­braut­ar. Hér má sjá hvar hið nýja hús (hvítt) hef­ur verið sett inn í götu­mynd Sæ­braut­ar­inn­ar. Það verður nær göt­unni en gamla húsið er nú. Teiking: Kurtog­pí

Til­laga arki­tekta­stof­unn­ar Kurtog­pí bar sig­ur úr být­um í sam­keppni um nýj­ar bygg­ing­ar á Kirkju­sandi.

<>

Þær koma í stað Íslands­banka­húss­ins sem stend­ur á lóðinni. Húsið verður rifið en það var dæmt ónýtt vegna raka­skemmda.

Vinn­ingstil­lag­an verður unn­in áfram sem nýtt deili­skipu­lag fyr­ir Kirkju­sand 2, lóð A á Kirkju­sands­reit.

Fimm bygg­ing­ar munu rísa á reitn­um. Aðal­bygg­ing­in, næst Sæ­braut, verður sjö hæðir og út­lit henn­ar minn­ir á Íslands­banka­húsið, sem nú stend­ur á reitn­um.

Sam­keppn­in var lokuð fram­kvæmda­keppni í sam­starfi við Arki­tekta­fé­lag Íslands. Verk­kaupi var fjár­fest­inga­sjóður­inn Lang­brók sem er lóðar­hafi á Kirkju­sandi 2.

For­sögn sam­keppn­inn­ar var unn­in í sam­starfi við skipu­lags­svið Reykja­vík­ur­borg­ar. Lang­brók er í stýr­ingu hjá Íslands­sjóðum, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um áform þessi í Morg­un­blaðinu í síðustu viku.

Heimild: Mbl.is