Home Fréttir Í fréttum Miklar endurbætur á bráðamóttöku á Sjúkrahúsi Akureyrar

Miklar endurbætur á bráðamóttöku á Sjúkrahúsi Akureyrar

104
0

Ný og endurbætt bráðamóttaka hefur verið tekin í notkun á Sjúkrahúsi Akureyrar. Jafnframt hefurverið tekið í notkun nýtt forgangsröðunarkerfi sem miðar að bættu flæði og auknu öryggi sjúklinga. Síðast en ekki síst var formlega tekið í notkun nýtt sjúklingavöktunarkerfi inni á bráðamóttöku. Segja má að um byltingu sé að ræða, bæði hvað varðar aðkomu og öryggi skjólstæðinga og ekki síður vinnuaðstöðu starfsfólks.

<>

Miklar vonir eru bundnar við að hið nýja fyrirkomulag auki skilvirkni í starfseminni og stytti biðtíma skjólstæðinga bráðamóttöku.

Heimild: Vikudagur.is