Home Fréttir Í fréttum Í mál við borg­ina vegna halla

Í mál við borg­ina vegna halla

237
0
Gufu­nes Ljós­mynd/​aðsend

Loft­kastal­inn hef­ur farið í þing­lýs­ing­ar­mál við Reykja­vík­ur­borg. Snýr kær­an að því að borg­in hafi skipt lóð sem Loft­kastal­inn keypti árið 2018 upp í óþökk Loft­kastal­ans. Málið gæti haft víðtæk­ari áhrif og nær til allra lóða í Gufu­nesi.

<>

For­saga máls­ins er sú Loft­kastal­inn keypti lóð af Reykja­vík­ur­borg í því skyni út­búa leik­mynd­ir. Tel­ur Loft­kastal­inn sig hafa verið svik­inn í kjöl­far upp­skipt­ing­ar lóðar­inn­ar.

Ástæða þess er sú að Reykja­vík­ur­borg byggði veg við enda lóðar­inn­ar sem leiðir til þess að gólf­hæð er mis­mun­andi á lóðunum eft­ir upp­skipt­ing­una.

Tor­veld­ar það mjög starf­sem­ina þar sem ekki er hægt að draga leik­mynd­ir á milli húsa eins og til stóð að gera þegar kaup voru gerð. Til þess sé halli of mik­ill.

Veg­ur­inn norðan­meg­in er að sögn Bark­ar I Jóns­son­ar lög­manns Loft­kastal­ans allt að 0,6 m hærri en gólf­flöt­ur nú­ver­andi húsa.

Kærði Loft­kastal­inn borg­ina fyr­ir úr­sk­urðar­nefnd um skipu­lags og bygg­ing­ar­mál. Var kær­an byggð á þeim for­send­um að lagn­ing vega væri hærri en skipu­lag gaf til kynna og væri í trássi við hæðarkóta.

Úrsk­urður­inn féll borg­inni í vil á þeim for­send­um að búið væri að skipta lóðinni í tvennt og þing­lýsa henni sem slíkri.

Í fram­haldi af því að málið tapaðist hjá úr­sk­urðar­nefnd­inni ákvað Loft­kastal­inn að freist­ast til þess að ná fram ógild­ingu þing­lýs­ing­ar. Málið verður tekið fyr­ir hjá Héraðsdómi Reykja­vík­ur í þess­um mánuði.

Heimild: Mbl.is