Home Fréttir Í fréttum Íbúðir í Austurhöfn lúti öðrum lögmálum

Íbúðir í Austurhöfn lúti öðrum lögmálum

259
0
Aðsend mynd

Framkvæmdastjóri Mikluborgar segir að allt ferlið í kringum sölu á íbúðum í Austurhöfn lúti öðrum lögmálum en hefðbundinn fasteignamarkaður.

<>

Líkt og vart hefur farið fram hjá borgarbúum hafa miklar framkvæmdir átt sér stað á reitnum í Austurhöfn, sem stendur við hliðina á tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpunni.

Fasteignasalan Miklaborg hefur umsjón með sölu íbúðanna í Austurhöfn og segir Óskar Rúnar Harðarson, framkvæmdastjóri Mikluborgar, að umrætt íbúðaverkefni sé það metnaðarfyllsta sem ráðist hefur verið í á Íslandi, bæði hvað varðar staðsetningu, sem og þau gæði sem lögð eru í eignirnar.

„Allt við þetta verkefni lítur öðrum lögmálum en hinn hefðbundi fasteignamarkaður. Salan á slíku verkefni er meira maður á mann og þar eru kaupendur, innlendir sem og erlendir, sem vilja ekki endilega hafa hátt um sín viðskipti.

Það er skemmtileg mynd tekin að þróast á svæðinu, með Hafnartorgi, Landsbankahúsinu sem er að rísa og hinu glæsilega fimm stjörnu Edition hóteli, sem mun gjörbreyta viðmiðum í hótelrekstri á Íslandi, auk Hörpunnar.”

Allt ofantalið muni gera Austurhöfn að ákjósanlegasta stað til að búa á fyrir Íslendinga sem og erlenda aðila sem kunna að meta það að búa í hjarta mannlífs Reykjavíkur í húsnæði sem býr yfir framúrskarandi gæðum.

„Íbúðir af þessum gæðum er nýlunda á Íslandi en í samanburði við margar borgir erlendis þá þekkjast svona sérstök „exclusive” verkefni í flestum stórborgum.

Slík verkefni hafa notið mikilla vinsælda og er dæmigerð staðsetning slíkra íbúða, líkt og í tilfelli Austurhafnar, besta staðsetning sem viðkomandi borg hefur upp á að bjóða.“

Heimild: Vb.is