Home Fréttir Í fréttum Úthluta lóð fyrir 62 íbúðir í Gufunesi

Úthluta lóð fyrir 62 íbúðir í Gufunesi

259
0
Mynd/Reykjavíkurborg

Borgarráð samþykki á fundi sínum í gær úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir um 62 íbúðir við Jöfursbás 9 í Gufunesi.

<>

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins. Borgarfulltrúi Miðflokksins efast um hagkvæmni íbúðanna fyrir fyrstu kaupendur.

Í bókun meirihlutans í borgarráði segir að úthlutunin sé hluti af verkefninu hagkvæmt húsnæði, ungt fólk og fyrstu kaupendur. Hlutdeildarlánin ættu því að geta nýst til kaupanna.

Ógagnsætt ferli

Í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir hins vegar að með þessu sé verið að úthluta byggingarrétti á lægra verði en markaðsvirði til einkahlutafélags og ferlið hafi ekki verið gagnsætt.

„Aðilinn var valinn árið 2018 en úthlutunarmagn lá þó ekki fyrir fyrr en nú; tæpum þremur árum síðar“, segir í bókun og að í vilyrði frá vorinu 2019 hafi ekki heldur verið kveðið á um umfang byggingaréttar. Þá séu greiðslur óverðbættar og í raun veitt lán án vaxta fyrir byggingaraðilann.

Enginn hvati til að selja fyrstu kaupendum

Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins efast um hagkvæmni verðsins á íbúðunum fyrir ungt fólk í bókun sinni og bendir á að seljist íbúðirnar ekki innan 12 vikna þá megi selja þær á almennum markaði.

„Það er því enginn hvati fyrir byggingaraðilann að selja fyrstu kaupendum íbúðirnar – heldur þvert á móti er hvatinn að selja þær á almennum markaði. Hér er því verið að fara bakdyramegin inn í leið ríkisins um hlutdeildarlán,“ segir í bókuninni.

Heimild: Frettabladid.is