Home Fréttir Í fréttum Úr 2.900 fer­metr­um í 5.000

Úr 2.900 fer­metr­um í 5.000

324
0
Stapaskóli með 2.áfanga Mynd: ​Arkís arkitektar

Hönn­un er haf­in á öðrum áfanga Stapa­skóla, sem er staðsett­ur í Innri-Njarðvík. Í byrj­un haust­ann­ar 2020 flutti skól­inn í fyrsta áfanga bygg­ing­ar­inn­ar, en áður hafði hann starfað í bráðabirgðahús­næði í um tvö ár.

<>

Ann­ar áfangi bygg­ing­ar­inn­ar snýr að hönn­un og bygg­ingu á full­búnu keppn­is­húsi fyr­ir íþrótt­ir, 25 metra sund­laug, vaðlaug­um fyr­ir börn og útipotta­svæði.

„Eft­ir að fyrsta áfanga bygg­ing­ar­inn­ar var lokið og við orðin klár í ann­an áfanga var þeirri spurn­ingu varpað fram á bæj­ar­ráðsfundi hvort við ætt­um ekki að slá tvær flug­ur í einu höggi og nýta tæki­færið til að reisa hús­næði sem hægt væri að nota fyr­ir íþrót­takapp­leiki.

Mik­il vönt­un hef­ur verið á slíku hús­næði á svæðinu og þetta er því afar kær­komið tæki­færi,“ seg­ir Guðlaug­ur H. Sig­ur­jóns­son, sviðsstjóri um­hverf­is­sviðs, í til­kynn­ingu.

Aðstaða fyr­ir 800 til 12.00 áhorf­end­ur

Tölu­verð breyt­ing hef­ur orðið á hönn­un ann­ars áfanga. Upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir íþrótta­hús­næði sem ein­göngu væri ætlað kennslu og átti þar að vera nokkuð minni sund­laug, eða 16,6 metr­ar. Með til­komu breyt­ing­anna stækk­ar mann­virkið úr um 2.900 fer­metr­um í 5.000 fer­metra.

Gert er ráð fyr­ir aðstöðu fyr­ir 800 til 1.200 áhorf­end­ur, meist­ara­flokks­klef­um, æf­ingaaðstöðu og sal­ern­um. Þá var einnig horft til sam­nýt­ing­ar rýma, hvort sem það er skóla­hús­næðið sem nýt­ir sér íþrótta­sal­inn eða að íþrótta­sal­ur­inn nýti sér samliggj­andi rými.

Ákvörðunin um breyt­ing­una var tek­in af bygg­ing­ar­nefnd Stapa­skóla, sem skipuð er full­trú­um bæj­ar­ráðs Reykja­nes­bæj­ar.

Heimild: Mbl.is