Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir þriðjungi minni en boðað var

Framkvæmdir þriðjungi minni en boðað var

263
0
Mynd tengist ekki frétt. Fréttablaðið/Ernir

Heildarverðmæti opinberra framkvæmda í fyrra var um 29 prósentum minna en boðað var á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins.

<>

Ný greining SI um verklegar framkvæmdir á árinu verða kynntar á Útboðsþingi í dag. Þar kynna ellefu fulltrúar opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu og fæst því gott yfirlit yfir helstu útboð ársins.

Helsta ástæða framkvæmdaleysis í fyrra var auðvitað COVID. Framkvæmdir ISAVIA voru ekki nema fyrir tæpar 200 milljónir króna, en framkvæmdaáætlun félagsins var upp á 21 milljarð króna.

Reykjavíkurborg boðaði framkvæmdir fyrir 19,6 milljarða í fyrra auk 2,5 milljarða króna í fjárfestingarátak vegna COVID-19. Heildarverðmætið var 21,1 milljarður.

Framkvæmdir Vegagerðarinnar í fyrra voru 7,6 milljörðum króna minni en boðaðar höfðu verið á þinginu. Auk þess voru nánast engar framkvæmdir á vegum Faxaflóahafna og Orku náttúrunnar.

Áætlaðar verklegar framkvæmdir hins opinbera á þessu ári eru samtals 139 milljarðar króna. Það er 7,4 milljörðum meira en kynnt var.

„Mikil uppsöfnuð þörf er fyrir innviðaframkvæmdir víða og henta því framkvæmdirnar vel til að skapa hagkerfinu nauðsynlega viðspyrnu og störf á tímum mikils samdráttar í efnahagslífinu,“ segir í tilkynningu frá Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins.

Heimild: Frettabladid.is