Vegagerðin og Hrunamannahreppur bjóða hér með út gerð hringtorgs á Flúðum í Hrunamannahreppi eins og sýnt er á uppdráttum.
Í framkvæmdinni felst einnig gerð stíga og stígtenginga eins og sýnt er á teikningum.
Einnig er um að ræða færslu og endurnýjun fráveitu-, hitaveitu-, raf-, og fjarskiptalagna. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hrunamannahrepps og veitufyrirtækja. Helstu magntölur eru:
- Verkhluti 8.01: Jarðvinna, vega- og stígagerð
- Rif malbiks og steinlagnar 6.950 m2
- Skurðsprenging 50 m
- Umframefni úr skeringum 4.250 m3
- Fyllingar í vegagerð 3.330 m3
- Fyllingar vegna göngustíga 1.130 m3
- Fláafleygar 1.700 m3
- Ofanvatnsræsi 720 m
- Brunnar og niðurföll 50 stk
- Styrktarlag 2.770 m3
- Burðarlag 475 m3
- Malbik 10.850 m2
- Kantsteinar 1.247 m
- Hellulagnir 301 m²
- Umferðarmerki 66 stk
- Götulýsing, skurðgröftur og strengur 1.070 m
- Ljósastaurar, uppsetning 39 stk
- Verkhluti 8.02: Jarðvinna fyrir veitufyrirtæki
- Gröftur lagnaskurða 1.014 m
- Verkhluti 8.03: Hitaveita Flúða – Hitaveitulagnir
- Einangruð stálrör DN65 104 m
- Snjóbræðslulagnir 515 m
- Verkhluti 8.04: Hrunaljós – Fjarskiptalagnir
- Ø110 PE SDR 17,6 136 m
- Verkhluti 8.05: RARIK – Raflagnir
- Fjarlæging eldri röra 100 m
- Verkhluti 8.06: Míla, fjarskiptalagnir
- Ferhyrndur brunnur 600×900 1 stk.
- Lagning Ø75mm PVC-röra Mílu 200 m
- 20-100L koparstrengur lagður í skurð 390 m
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 13. September 2021 en hringtorg og yfirborð gatna með kantsteinum og öllum merkingum skal lokið fyrir 15. Júlí 2021.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 25. janúar 2021 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 9. febrúar 2021.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.