Home Í fréttum Niðurstöður útboða Þrjú fyrirtæki buðu í verkefnið snjómokstur 2020-2025 hjá Akraneskaupstað

Þrjú fyrirtæki buðu í verkefnið snjómokstur 2020-2025 hjá Akraneskaupstað

462
0
Mynd: Skagafréttir.is

Þrjú fyrirtæki tóku þátt í útboði vegna snjómoksturs hjá Akranekaupstað næstu fimm árin. Á fundi Skipulags – og umhverfisnefndar í lok nóvember 2020 var samþykkt að fela sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

<>

Það hefur lítið sem ekkert snjóað á Akranesi það sem af er vetri og á landsvísu hefur snjókoma verið langt undir meðalári það sem af er vetri.

Um tvö mismunandi verkefni er að ræða, í fyrsta lagi er það „vetrarþjónusta götur og bílastæði stofnanir“ en kostnaðaráætlun fyrir það verkefni er 73,6 milljónir kr. og í öðru lagi er það vetrarþjónusta göngu- og hjólaleiðir en kostnaðaráætlun fyrir þann hluta er 45,5 milljónir kr,

Fyrirtækið Þróttur hf. var með lægstu tilboðin í bæði verkefnin. Tilboð Þróttar hf. í fyrra verkefni var 25% undir kostnaðaráætlun og síðara tilboðið var 250.000 kr. yfir kostnaðaráætlun.

Eftirfarandi tilboð bárust.

Vetrarþjónusta götur og bílastæði stofnana:

Þróttur hf. kr. 55.600.000
Skóflan hf. kr. 90.500.000
Gísli S. Jónsson ehf. kr. 98.347.040

Kostnaðaráætlun kr. 73.600.000

Vetrarþjónusta göngu- og hjólaleiðir:

Þróttur ehf. kr. 45.750.000
Gísli S. Jónsson ehf. kr. 62.838.300
Skóflan hf. kr. 71.25.000

Kostnaðaráætlun kr. 45.500.000

 

Heimild: Skagafréttir.is