Home Fréttir Í fréttum Bygg­ing­ar HÍ á floti í vatni

Bygg­ing­ar HÍ á floti í vatni

153
0
Kalt vatn flæddi inn í marg­ar bygg­ing­ar Há­skóla Íslands í nótt og ljóst að tjónið er mikið. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Allt er á floti í flest­um bygg­ing­um Há­skóla Íslands eft­ir að rof kom á stóra kalda­vatnsæð í Vest­ur­bæn­um um eitt í nótt. Slökkviliðsmenn af þrem­ur stöðvum hafa unnið að hreins­un í alla nótt og eru enn að.

<>

Fyrsta til­kynn­ing­in barst klukk­an 1:02 til lög­reglu og slökkviliðs um mikið vatns­flóð við aðal­bygg­ingu Há­skóla Íslands við Sæ­mund­ar­götu en kalda­vatnsæð fyr­ir vest­an skól­ann, senni­lega á Suður­götu, hafði rofnað og vatn farið að flæða inn í bygg­ing­ar.

Ljóst er að það hef­ur orðið mikið tjón á bygg­ing­um Há­skóla Íslands eft­ir að stór kalda­vatnsæð gaf sig. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins eru, auk aðal­bygg­ing­ar, Gimli, Árnag­arður, Há­skóla­torg, Stúd­enta­kjall­ar­inn og fleiri bygg­ing­ar á floti. Unnið er að því að dæla vatn­inu upp og hef­ur slökkviliðið fengið lánaðar auka­dæl­ur til að hreinsa vatn upp úr kjöll­ur­um bygg­ing­anna. Óvíst er hvenær hreins­un­ar­starf­inu lýk­ur en varðstjóri seg­ir að þeir verði að eins lengi og þurfa þykir.

Slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins hef­ur unnið að hreins­un í bygg­ing­um HÍ síðan í nótt. Ljós­mynd/​Slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu mættu starfs­menn Há­skól­ans til að opna bygg­ing­ar og full­trú­ar Veitna komu og lokuðu fyr­ir vatnsæðina. Ekki er vitað hvað varð til þess að rof kom á æðina og ekki vitað um tjón á þessu stigi.

Upp­fært klukk­an 6:50

Að sögn Eyþórs Leifs­son­ar, varðstjóra í slökkviliðinu, er fast­lega gert ráð fyr­ir að slökkviliðið verði að störf­um í bygg­ing­um HÍ til há­deg­is. Ljóst er að tjónið er gíf­ur­legt.

Vegna bil­un­ar er kalda­vatns­laust í Sæ­mund­ar­götu 2-10 sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veit­um.

„Við vör­um þig við slysa­hættu vegna þess að ein­ung­is kem­ur heitt vatn úr blönd­un­ar­tækj­um. Ef þú þarft að sturta niður úr sal­ern­inu get­urðu notað til þess heita vatnið. Gættu þess þó að það sé ekki al­veg sjóðheitt því það get­ur sprengt postu­lín.

Þurf­irðu neyslu­vatn meðan á kalda­vatns­leys­inu stend­ur, get­urðu notað vatn úr heita kran­an­um og kælt það. Brenni­steinn­inn í vatn­inu get­ur valdið sum­um óþæg­ind­um en er skaðlaus.“

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Heimild: Mbl.is