Home Fréttir Í fréttum Nýja brú­in verður í sex höf­um

Nýja brú­in verður í sex höf­um

171
0

Þver­un Þorska­fjarðar í Reyk­hóla­hreppi er mikið verk, land­fyll­ing og brú. Útboð verks­ins hef­ur nú verið aug­lýst á Evr­ópska efna­hags­svæðinu.

<>

Nýi veg­ur­inn frá Kinn­ar­stöðum að Þóris­stöðum er alls 2,7 kíló­metr­ar að lengd og stytt­ir Vest­fjarðaveg um rúma níu kíló­metra.

Áætlað er að 350 þúsund rúm­metr­ar af efni fari í ferg­ingu á botni fjarðar­ins og fyll­ingu og 37 þúsund rúm­metr­ar í grjótvörn þar utan á, auk styrkt­ar­lags, burðarlags og klæðing­ar.

Brú­in verður stein­steypt, 260 metr­ar að lengd. Hún verður eft­ir­spennt bita­brú í sex höf­um. Tvö höf­in eru 38 metr­ar að lengd en fjög­ur 46 metr­ar.

Stöpl­ar brú­ar­inn­ar verða steypt­ir og grundaðir á niður­rekn­um steypt­um staur­um sem áætlað er að verði allt að 23 metra lang­ir. Verða 25 staur­ar und­ir hvor­um land­stöpli en 46 und­ir hverj­um millistöpli.

Heimild: Mbl.is