Home Fréttir Í fréttum Hluta­fé Isa­via aukið um 15 millj­arða

Hluta­fé Isa­via aukið um 15 millj­arða

83
0
Frá Kefla­vík­ur­flug­velli. Mynd: mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Gengið var frá 15 millj­arða króna hluta­fjáraukn­ingu á hlut­hafa­fundi Isa­via sem hald­inn var þann 12. janú­ar síðastliðinn. Hluta­fjáraukn­ing­unni er ætlað að mæta rekstr­artapi vegna Covid-19 og ger­ir hún fé­lag­inu kleift að hefja vinnu við upp­bygg­ingu á Kefla­vík­ur­flug­velli á ný.

<>

Ljóst er að ákvörðunin um að auka hluta­fé í Isa­via skap­ar fjölda nýrra starfa á fram­kvæmda­tím­an­um, þar með talið strax á þessu ári, að því er fé­lagið grein­ir frá í til­kynn­ingu.

Það er gríðarlega mik­il­vægt að við verðum reiðubú­in þegar flug­um­ferð verður orðin álíka og fyr­ir heims­far­ald­ur.

Fram að því get­um við ráðist í fram­kvæmd­ir sem miða að því að gera Kefla­vík­ur­flug­völl sam­keppn­is­hæf­ari en áður. Það skil­ar sér til þeirra fjöl­mörgu fyr­ir­tækja sem starfa á flug­vell­in­um, og ferðaþjón­ust­unn­ar í heild,“ seg­ir Svein­björn Indriðason, for­stjóri Isa­via, í til­kynn­ing­unni.

Veit­ir svig­rúm til að mæta mis­mun­andi sviðsmynd­um

„Það er ljóst að við hjá Isa­via get­um lítið gert til að hafa áhrif á það hvenær ferðatak­mörk­un­um í heim­in­um verður aflétt en við get­um haft mik­il áhrif á það hvernig okk­ur reiðir af á kom­andi árum.

Það má ekki gleyma því að hluta­fjáraukn­ing­in veit­ir okk­ur líka svig­rúm til að mæta mis­mun­andi sviðsmynd­um út úr COVID-19 og á sama tíma auðvelda flug­fé­lög­um að hefja flug á ný þegar þar að kem­ur, m.a. með markaðsstuðningi. Okk­ur er fal­in mik­il ábyrgð að sinna ein­um af lyk­il­innviðum lands­ins og við ætl­um okk­ur að standa und­ir þeirri ábyrgð,“ seg­ir hann enn­frem­ur.  

Fram­kvæmd­um verði að fullu lokið 2025

Fyr­ir­huguðum fram­kvæmd­um á Kefla­vík­ur­flug­velli er ætlað að styrkja sam­keppn­is­hæfni flug­vall­ar­ins og tengistöðvar­inn­ar með því að bæta þjón­ustu við viðskipta­vini, bæta aðstöðu flug­véla og farþega, stytta af­greiðslu­tíma og auka þannig af­köst og skil­virkni hans.

Áætlan­ir gera ráð fyr­ir að þeim fram­kvæmd­um, sem fyr­ir­hugað er að ráðast í að svo stöddu verði að fullu lokið árið 2025 að sögn fé­lags­ins.  

Heimild: Mbl.is