Home Fréttir Í fréttum Verkís kemur að hönnun Drøbak svømmehall

Verkís kemur að hönnun Drøbak svømmehall

91
0
Drøbak svømmehall

Verkís kemur að hönnun Drøbak svømmehall sem er sundhöll á þremur hæðum og viðbygging við íþróttahús í Noregi. Hönnunarhópur Verkís í Drøbak svømmehall hefur undanfarnar vikur staðið í ströngu við gerð kostnaðaráætlunar fyrir verkið.

<>

Frumhönnun verksins hófst í apríl sl og hefur mótun byggingarinnar verið efst á lista fram til þessa. Í sumar tók svo við gerð frumhönnunarskýrslu sem skilað var inn til verkkaupa samhliða gerð kostnaðaráætlunar.

Á fyrri stigum hönnunar, áður en Verkís kom að borðinu, voru gerðar kostnaðaráætlanir á árunum 2010, 2012 og síðast 2013. Síðan þá hefur verkið tekið örlitlum breytingum þó svo að hugmynd verksins sé óbreytt. Að kostnaðaráætluninni 2015 standa White Arkitekter, Verkís og Bygganalyse sem ritstjórar.

Verkið er stórskemmtileg áskorun og hefur gengið vel fram til þessa. Þegar kostnaðaráætlun liggur fyrir fer hún fyrir stjórnendur Frogn kommune til samþykktar og hönnunarhópurinn fer á fullt í gerð alútboðslýsinga og teikninga. Verkið verður teiknað upp í Revit. Skil alútboðsgagna verður í desember 2015.

Heimild: Verkís.is