Síðasta hörmung ársins 2020 var líklega jarðfallið í norska bænum Ask, sem hefur þegar orðið sex manns að bana en um 1.200 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skriðunnar.
Enn er fjölda saknað þrátt fyrir áframhaldandi skriðuhættu hafa björgunarsveitir hætt sér inn á svæðið þar sem enn eru taldar töluverðar líkur á því að fólk finnist á lífi. Lífslíkur eru töluverðar, sé fólk inni í rými þar sem súrefni kemst að.
Fréttastofa NRK birti á dögunum tölvugerð myndband þar sem glögglega sést hvar jarðfallið varð og hverjum það stefndi í hættu.
Heimild: Mbl.is