Home Fréttir Í fréttum Vilja fjölga íbúðum á Akra­nesi

Vilja fjölga íbúðum á Akra­nesi

108
0
Stefnt er að því að stuðla að upp­bygg­ingu íbúðar­hús­næðis á Akra­nesi. mbl.is

Vilji er fyr­ir því að fjölga íbúðum, efla sta­f­ræna stjórn­sýslu og koma upp upp­lýs­ingagátt hjá Akra­nes­kaupstað. Til stend­ur að stuðla að auknu hús­næðis­ör­yggi leigj­enda með því að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komi í hús­næðismál­um hvað varðar fyr­ir­sjá­an­leg­an skort á leigu­hús­næði í sveit­ar­fé­lag­inu, að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Akra­nes­kaupstað.

<>

Ásmund­ur Ein­ar Daðason fé­lags- og barna­málaráðherra, Sæv­ar Freyr Þrá­ins­son bæj­ar­stjóri Akra­nes­kaupstaðar, Soffía Guðmunds­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Leigu­fé­lags­ins Bríet­ar og Her­mann Jónas­son for­stjóri Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar und­ir­rituðu vilja­lýs­ingu þess efn­is í gær.

Eins er vilji fyr­ir því að greina sam­spil hús­næðis­kostnaðar og al­menn­ings­sam­gangna á vaxt­ar­svæðum, efla sta­f­ræna stjórn­sýslu hús­næðis- og bygg­ing­ar­mála í sveit­ar­fé­lag­inu og auka skil­virkni í skipu­lags­mál­um.

Verk­efnið mun stuðla að upp­bygg­ingu íbúðar­hús­næðis í sam­ræmi við þá hús­næðisþörf sem met­in er í hús­næðisáætl­un Akra­nes­kaupstaðar. Í áætl­un­inni kem­ur m.a. fram að tölu­verð þörf sé fyr­ir aukið fram­boð af leigu­hús­næði á Akra­nesi fyr­ir mis­mun­andi fé­lags­hópa.