Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við að breyta Bændahöllinni (Hótel Sögu) við Hagatorg í hjúkrunarheimili.
Til að breyta húsnæðinu í íbúðir á efri hæðum þarf að koma til deiliskipulagsbreyting ef sýnt er fram á ásættanlega útfærslu íbúðagerða og lóðar.
Þetta er niðurstaða skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar, sem samþykkt var á fundi hans sl. föstudag. Hins vegar hefur engin ákvörðun verið tekin um framtíð hússins, að sögn Gunnars Þorgeirssonar, formanns Bændasamtaka Íslands, eiganda hússins.
Heimild: Mbl.is