Home Fréttir Í fréttum Stækka verk­smiðju og skapa rúm­lega 100 störf

Stækka verk­smiðju og skapa rúm­lega 100 störf

272
0
Orri Björns­son, for­stjóri Al­ga­lífs. Ljós­mynd/​Aðsend

Ákveðið hef­ur verið að rúm­lega þre­falda fram­leiðslu á astax­anthíni hjá líf­tæknifyr­ir­tæk­inu Al­ga­líf í Reykja­nes­bæ með því að stækka verk­smiðju fyr­ir­tæk­is­ins um rúm­lega helm­ing. Haf­ist verður handa strax í upp­hafi næsta árs og rúm­lega 100 störf munu skap­ast á fram­kvæmda­tím­an­um fram til 2022.

<>

Er­lend fjár­fest­ing vegna verk­efn­is­ins nem­ur um fjór­um millj­örðum króna. „Ársvelt­an mun nærri fjór­fald­ast eft­ir stækk­un og fara úr ein­um og hálf­um millj­arði króna í um fimm og hálf­an millj­arð“ er haft eft­ir Orra Björns­syni, for­stjóra Al­ga­lífs, í til­kynn­ingu.

Al­ga­líf Ice­land ehf. var stofnað í ág­úst 2012 og er í eigu norska fé­lags­ins NutraQ A/​​S. Fram­kvæmda­stjóri fy­ritæk­is­ins er Orri Björns­son sem hef­ur um ára­bil starfað í lyfja­geir­an­um, meðal ann­ars hjá Acta­vis og einnig sem sér­fræðing­ur og fram­kvæmda­stjóri hjá Sam­einuðu þjóðunum vegna upp­bygg­ing­ar á nú­tíma lyfja­verk­smiðjum í Afr­íku.

„Öll fram­leiðsla þessa árs er löngu seld og bróðurpart­ur fram­leiðslu næsta árs líka. Markaðshorf­ur eru mjög góðar og fjög­urra millj­arða er­lend fjár­fest­ing sýn­ir trú á því sem við erum að gera“ seg­ir Orri.

Öll fram­leiðsla Al­ga­lífs á örþör­ung­um fer fram í stýrðu um­hverfi inn­an­húss með um­hverf­i­s­væn­um orku­gjöf­um, eru bæði magn og gæði stöðug. Úr þör­ung­un­um er unnið fæðubóta­efnið astax­antín. Al­ga­líf hef­ur getið sér gott orð á alþjóðavett­vangi fyr­ir sjálf­bærni, gæði og af­hend­ingarör­yggi.

Fram­leiðsla Al­ga­lífs á astax­anthíni úr örþör­ung­um er um­hverf­i­s­væn og ekk­ert jarðefna­eldsneyti er notað í ferl­inu. Not­ast er við sér­stök LED ljós og tölvu­stýrð ljósa- og hita­kerfi við rækt­un örþör­ung­anna í lokuðum röra­kerf­um sem þýðir að vatns-, raf­orku- og land­notk­un er í lág­marki.

Heimild: Mbl.is