Home Fréttir Í fréttum Um­deild bygg­ing mun rísa

Um­deild bygg­ing mun rísa

217
0
Nýja húsið hef­ur verið sett inn til að sýna af­stöðuna að Frakka­stíg séð frá sjó. Mynd: Mbl.is

Á síðasta fundi borg­ar­ráðs var samþykkt til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi fyr­ir Frakka­stíg-Skúla­götu vegna fyr­ir­hugaðrar ný­bygg­ing­ar á Frakka­stíg 1.

<>

Deil­ur hafa staðið um þessa fyr­ir­huguðu sjö hæða bygg­ingu und­an­far­in ár og ná­grann­ar í Skúla­götu 20 og Íbúa­sam­tök miðborg­ar­inn­ar hafa haft uppi mót­mæli og vilja að hætt verði við áformin.

Íbúar Skúla­götu 20 hafa kraf­ist þess að áform um bygg­ing­una verði felld úr gildi. Bygg­ing­in muni skerða út­sýni frá íbúðum í hús­inu og varpa skugga á sval­ir og úti­svæði.

Áskilja þeir sér all­an rétt til að krefjast skaðabóta úr borg­ar­sjóði á grund­velli skipu­lagslaga frá 2010.

En meiri­hluta­flokk­arn­ir í Reykja­vík, Sam­fylk­ing, Viðreisn, Pírat­ar og Vinstri græn­ir, hafa haldið sínu striki.

Full­trú­ar þeirra í borg­ar­ráði bókuðu á fund­in­um í síðustu viku að „með þeim breyt­ing­um sem hér hafa verið gerðar á deili­skipu­lagi er komið til móts við um­sagn­ir um málið að því marki sem mögu­legt er“.

Eiga þeir hér vænt­an­lega við að ákveðið var að breyta tveim­ur efstu hæðum húss­ins og hafa þær inn­dregn­ar, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag

Heimild: Mbl.is