Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Ísafjarðarbær semur við Steypustöð Ísafjarðar um hreinsun lóðarinnar Suðurtangi 14

Ísafjarðarbær semur við Steypustöð Ísafjarðar um hreinsun lóðarinnar Suðurtangi 14

281
0

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að samið verði við Steypustöð Ísafjarðar um hreinsun lóðarinnar Suðurtangi 14.

<>

Verkið var boðið út og bárust fimm tilboð.

Lægst bauð Steypustöð Ísafjarðar 3.787.482 kr sem er 72% af kostnaðaráætlun. Hæsta boð var 5,4 milljónir króna. Kostnaðaráætlun var 5,2 milljón kr.

Verktaki skal grafa 1,5 metra niður og flokka rusl sem kemur upp. Jafna hreinsaðan uppgröftinn niður aftur og síðan setja uppsprengdan kjarna yfir í sömu hæð og núverandi lóð.

Heimild: BB.is