Home Fréttir Í fréttum Parhús risið við Melgötu í Ljósavatnsskarði

Parhús risið við Melgötu í Ljósavatnsskarði

235
0
Myndir: Þingeyjarsveit

Á mánudaginn s.l. var byrjað að reisa parhúsið sem Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. eru að láta byggja við Melgötu 6 í Ljósavatnsskarði.

<>

Framkvæmdir ganga heldur betur vel, húsið er risið og verið er að ljúka við frágangsvinnu að utan. Reiknað er með að þeirri vinnu ljúki í næstu viku og þá verður hægt að hefjast handa innan dyra.

Faktabygg Ísland ehf. sér um framkvæmdina og um er að ræða tilbúnar timbureiningar innfluttar frá Noregi. Þá hefur veðrið verið hagstætt við reisingu hússins en það er ekki sjálfsagt á þessum árstíma.

Byggingarfulltrúi og sveitarstjóri litu við í vikunni og fengu góðar móttökur framkvæmdaaðila og voru embættismenn sveitarfélagsins að vonum ánægðir með verkið.

Heimild: Þingeyjarsveit